— AFP/Valerie Macon
Ástralska leikkonan Nicole Kidman klæddist gylltum pallíettukjól þegar hún tók við AFI Life Achievement Award á hátíðlegri athöfn í Hollywood. Er þetta í fyrsta sinn sem Ástrali hlýtur verðlaunin, sem veitt voru í 49

Ástralska leikkonan Nicole Kidman klæddist gylltum pallíettukjól þegar hún tók við AFI Life Achievement Award á hátíðlegri athöfn í Hollywood. Er þetta í fyrsta sinn sem Ástrali hlýtur verðlaunin, sem veitt voru í 49. sinn. Bandaríska kvikmyndastofnunin, American Film Institute, veitir verðlaunin fyrir ævistarf í þágu bandarísks kvikmyndaiðnaðar. Kidman, sem er 56 ára, hlaut verðlaunin fyrir ýmis leikafrek, t.d. túlkun sína á Satine í Moulin Rouge eftir Baz Luhrmann og Virginiu Woolf í The Hours eftir Stephen Daldry. Meryl Streep afhenti verðlaunin en Streep, Julie Andrews, Robert De Niro, Martin Scorsese og Steven Spielberg eru meðal fyrri verðlaunahafa.