— Ljósmynd/AFP
Verkalýðsdagurinn – 1. maí var víða haldinn í gær og fóru kröfugöngur fram hérlendis sem erlendis. Ekki enduðu þó öll mótmæli friðsamlega en tyrkneska lögreglan skaut táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur á Taksim-torginu í Istanbúl

Verkalýðsdagurinn – 1. maí var víða haldinn í gær og fóru kröfugöngur fram hérlendis sem erlendis. Ekki enduðu þó öll mótmæli friðsamlega en tyrkneska lögreglan skaut táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur á Taksim-torginu í Istanbúl. Lögreglan sló hring um torgið og handtók um 150 mótmælendur sem reyndu að fara inn á torgið þar sem 1. maí-samkomur og mótmæli eru bönnuð.

Taksim-torg er sögufrægt og var lengi vel samkomustaður 1. maí-mótmæla fram að 1977 þegar 34 létust í mótmælunum sem voru í kjölfarið bönnuð. Var opnað fyrir samkomur og mótmæli á torginu á ný árið 2010 en forseti landsins, Recep Tayyip Erdogan, bannaði mótmæli þar á ný árið 2013 í kjölfar ágengra mótmæla gegn ríkisstjórn hans.