Miklibær Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum, og Agnar H. Gunnarsson við minnisvarðann um séra Odd og Solveigu ásamt tveimur barnabörnum Agnars, systkinunum Frosta og Freyju Vilhjálmsbörnum.
Miklibær Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum, og Agnar H. Gunnarsson við minnisvarðann um séra Odd og Solveigu ásamt tveimur barnabörnum Agnars, systkinunum Frosta og Freyju Vilhjálmsbörnum. — Morgunblaðið/Björn Björnsson
Skagafjörður | Minnisvarði um séra Odd á Miklabæ og Solveigu ráðskonu hans var afhjúpaður á Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafirði sl. laugardag. Agnar H. Gunnarsson, bóndi og kirkjuhaldari á Miklabæ, hefur um langt árabil unnið að því að reisa…

Skagafjörður | Minnisvarði um séra Odd á Miklabæ og Solveigu ráðskonu hans var afhjúpaður á Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafirði sl. laugardag.

Agnar H. Gunnarsson, bóndi og kirkjuhaldari á Miklabæ, hefur um langt árabil unnið að því að reisa minnisvarðann um harmsögu þeirra séra Odds Einarssonar og Solveigar ráðskonu hans, sem þjóðsagan greinir frá.

Fór athöfnin fram í kirkjunni þar sem séra Dalla Þórðardóttir söng messu, Agnar greindi frá gerð og framkvæmd við uppsetningu minnisvarðans og hverjir hefðu komið að þeirri framkvæmd. Kirkjukórinn söng ásamt tveimur einsöngvurum, þeim Jóel Agnarssyni og Sindra Rögnvaldssyni. Síðan fluttu þeir Hinrik M. Jónsson, Páll Dagbjartsson og Agnar hið stórbrotna kvæði Einars skálds Benediktssonar um hvarf séra Odds.

Loks rakti Gísli Gunnarsson vígslubiskup sögu föður Odds, Gísla biskups Einarssonar, sem m.a. lét reisa núverandi dómkirkju á Hólum, fyrstu steinkirkju á Íslandi.

Að lokinni athöfn í kirkju afhjúpuðu tvö ungmenni minnisvarðann sem vígslubiskup blessaði.