12 Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði 12 mörk fyrir Gróttu í gær.
12 Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði 12 mörk fyrir Gróttu í gær. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Grótta jafnaði metin í 2:2 í einvígi sínu gegn Aftureldingu í umspili um sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í fjórða leik liðanna á Seltjarnarnesi í gær. Grótta hafði betur í vítakeppni, 4:1, en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 22:22

Grótta jafnaði metin í 2:2 í einvígi sínu gegn Aftureldingu í umspili um sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í fjórða leik liðanna á Seltjarnarnesi í gær. Grótta hafði betur í vítakeppni, 4:1, en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 22:22. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram sigur í tvíframlengdum leik. Oddaleikur liðanna fer fram að Varmá í Mosfellsbæ á laugardaginn en sigurvegarinn í einvíginu leikur í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.