Leifsstöð Búist er við metfjölda farþega um Keflavíkurflugvöll.
Leifsstöð Búist er við metfjölda farþega um Keflavíkurflugvöll. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alls munu 8,5 milljónir gesta fara um Keflavíkurflugvöll í sumar, samkvæmt farþegaspá Isavia. Gert er ráð fyrir að um 2,4 milljónir erlendra ferðamanna komi til landsins. Gangi spáin eftir verður árið í ár það þriðja stærsta í sögu…

Alls munu 8,5 milljónir gesta fara um Keflavíkurflugvöll í sumar, samkvæmt farþegaspá Isavia.

Gert er ráð fyrir að um 2,4 milljónir erlendra ferðamanna komi til landsins. Gangi spáin eftir verður árið í ár það þriðja stærsta í sögu Keflavíkurflugvallar og það stærsta í komu erlendra ferðamanna til landsins.

28 flugfélög fljúga til Íslands um Keflavíkurflugvöll í sumar en að meðaltali munu 178 flugferðir verða daglega frá Keflavík yfir sumartímabilið.

Í tilkynningu Isavia kemur fram að hægt verði að fljúga til 82 áfangastaða og muni 28 flugfélög fljúga beint frá Keflavík. Þar af eru 25 félög í áætlunarflugi og þrjú með óreglulegar ferðir.