Georgía Löggjöfin sögð í andstöðu við markmið landsins um aðild að ESB.
Georgía Löggjöfin sögð í andstöðu við markmið landsins um aðild að ESB. — AFP
Mikið uppnám ríkir í Georgíu vegna frumvarps um breytingar á lögum um frjáls félagasamtök og fjölmiðla. Lögregla hefur beitt táragasi og vatnsfallbyssum til að dreifa mannfjöldanum sem safnast hefur saman til að mótmæla

Mikið uppnám ríkir í Georgíu vegna frumvarps um breytingar á lögum um frjáls félagasamtök og fjölmiðla. Lögregla hefur beitt táragasi og vatnsfallbyssum til að dreifa mannfjöldanum sem safnast hefur saman til að mótmæla. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn í mótmælunum og þó nokkrir særst, þar á meðal stjórnarandstæðingurinn Levan Khabeishvili.

Evrópusambandssinnaðir Georgíumenn hafa líkt löggjöfinni við rússneska löggjöf og segja hana skerða fjölmiðlafrelsi og frelsi til að gagnrýna stjórnvöld. Samkvæmt frumvarpinu yrði félagasamtökum og fjölmiðlum sem fá yfir 20 prósent fjármagns síns erlendis gert að skrá félag sitt sem erlendan erindreka. Að öðrum kosti standa þau frammi fyrir háum sektum. Er löggjöfin sögð í and­stöðu við mark­mið lands­ins um að verða hluti af Evr­ópu­sam­band­inu en stjórn­völd í Georgíu sóttu um aðild skömmu eft­ir að inn­rás Rússa í Úkraínu hófst. Fjöldi evrópskra leiðtoga hefur varað við löggjöfinni og sagt hana ekki samræmast evrópskum gildum.