Met Baldvin Þór Magnússon sló eigið Íslandsmet á Spáni í vikunni.
Met Baldvin Þór Magnússon sló eigið Íslandsmet á Spáni í vikunni. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Baldvin Þór Magnússon sló eigið Íslandsmet í fimm þúsund metra hlaupi á Spáni á þriðjudaginn og bætti það um rúmlega 12 sekúndur. Hann kom í mark á tímanum 13:20,34 mínútum en gamla metið hans í greininni var 13:32,47 mínútur sem hann setti fyrir tveimur árum

Baldvin Þór Magnússon sló eigið Íslandsmet í fimm þúsund metra hlaupi á Spáni á þriðjudaginn og bætti það um rúmlega 12 sekúndur. Hann kom í mark á tímanum 13:20,34 mínútum en gamla metið hans í greininni var 13:32,47 mínútur sem hann setti fyrir tveimur árum. Baldvin tryggði sér í leiðinni mikilvæg stig í baráttunni um að komast inn á Ólympíuleikana í París í sumar og þá var hann 0,35 sekúndum frá því að tryggja sér keppnisrétt á EM í Róm í sumar.