Norður ♠ D8 ♥ 85 ♦ ÁDG8 ♣ KDG65 Vestur ♠ 632 ♥ 1093 ♦ K9743 ♣ 98 Austur ♠ G754 ♥ D76 ♦ 1062 ♣ 432 Suður ♠ ÁK109 ♥ ÁKG42 ♦ 5 ♣ Á107 Suður spilar 7♣

Norður

♠ D8

♥ 85

♦ ÁDG8

♣ KDG65

Vestur

♠ 632

♥ 1093

♦ K9743

♣ 98

Austur

♠ G754

♥ D76

♦ 1062

♣ 432

Suður

♠ ÁK109

♥ ÁKG42

♦ 5

♣ Á107

Suður spilar 7♣.

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var vettvangur Íslandsmótsins í sveitakeppni í síðustu viku. „Góður staður til að melda slemmur,“ segir Gölturinn og hefur í huga mikla lofthæð byggingarinnar. „Menn hugsa hátt undir háu þaki.“

Bjarni Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson í sigursveit InfoCapital hugsuðu hátt í spilinu að ofan. Bjarni opnaði á sterku grandi sem gjafari í norður þrátt fyrir að skiptingin væri strangt tekið ekki alveg eftir bókinni. Bessi spurði um háliti með 2♣ og stökk svo í 3♠ við 2♦ til að lýsa yfir 4-5 í spaða og hjarta. Svokölluð Smolen-sagnvenja.

Þegar Bjarni neitaði þrílit í hjarta með 3G var Bessi kominn á fremsta hlunn með að afskrifa alslemmu, en sagði þó 4♣ á þrílitinn. Bjarni skildi hvað klukkan sló og samþykkti laufið með 4♦. Bessi spurði þá um lykilspil og lét vaða í 7♣ þegar þau reyndust öll til staðar.