Kannabis Þarna er allt í blóma
Kannabis Þarna er allt í blóma — Morgunblaðið/Kristinn
Það gæti verið smekksatriði hvort flokka hefði átt löggildingu kannabis í Þýskalandi akkúrat þann 1. apríl sem húmor eða húmorsleysi, a.m.k. eru mjög deildar meiningar um þetta skyndilega útspil ríkisstjórnarinnar

Það gæti verið smekksatriði hvort flokka hefði átt löggildingu kannabis í Þýskalandi akkúrat þann 1. apríl sem húmor eða húmorsleysi, a.m.k. eru mjög deildar meiningar um þetta skyndilega útspil ríkisstjórnarinnar.

Samkvæmt nýju lögunum mega allir fullveðja eiga 25 g af hassi á sér og reykja á almannafæri frá sjö á kvöldin og inn í nóttina.

50 g mega menn geyma heima og þrjár kvenplöntur teljast löglegar í heimahúsum, en um neyslu á veitingahúsum gilda sömu reglur og um tóbaksreykingar. Ekki gerir stjórnin það endasleppt því stofna á klúbba sem eiga að sjá um framboð og ræktun á þessari vöru og þar eiga menn að stunda félagsræktun og fá allt að 50 g á mánuði úr samyrkjunni. Yngri en 21 fá 30 g.

Klúbbarnir útvega líka fræ og stiklinga svo að vel er fyrir öllu séð og minnir á framtíðarútópíu sameignarsinna frá dögum byltinganna sigursælu fyrir austan.

Séðir bissnissmenn eru farnir að bjóða aflagða herskála með sólarsellum og alles fyrir ræktunina. Svo er bara að bíða og sjá.

Sunnlendingur