„Ég væri ekki til í forsetaframboð en ég hef þó alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum,“ sagði Unnsteinn Manúel Stefánsson í Ísland vaknar. „Ég var einu sinni að vinna í þáttunum The Voice og þegar kommentakerfið fór í gang, þá…

„Ég væri ekki til í forsetaframboð en ég hef þó alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum,“ sagði Unnsteinn Manúel Stefánsson í Ísland vaknar. „Ég var einu sinni að vinna í þáttunum The Voice og þegar kommentakerfið fór í gang, þá fann ég að ég væri frekar til í að vera fyrir framan strigann í slopp,“ segir hann og hlær. Honum finnst umhverfi samfélagsmiðla alltaf verða verra og verra. „Það er einn miðill sem ég skoða og það er TikTok. Þar er oft mikil fræðsla og þægilegheit, ekki samanburður og hatur.“
Lestu meira á K100.is.