— Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Brettafélag Hafnarfjarðar tók nýtt húsnæði formlega í notkun í gær og var gestum boðið að mæta til opnunarávarps og kynningar á húsnæðinu. Var ungum sem gömlum síðan boðið að vígja nýju bretta- og hjólaaðstöðuna með hvers kyns hjólabúnaði

Brettafélag Hafnarfjarðar tók nýtt húsnæði formlega í notkun í gær og var gestum boðið að mæta til opnunarávarps og kynningar á húsnæðinu. Var ungum sem gömlum síðan boðið að vígja nýju bretta- og hjólaaðstöðuna með hvers kyns hjólabúnaði. Ekki stóð á ungmennunum og var fjöldinn allur mættur til að sýna kúnstir sínar og bruna á nýju römpunum á ýmist tveimur eða fjórum hjólum.