Gull Baráttan um gullið nefnist sýning á smíðisgripum í Safnahúsinu.
Gull Baráttan um gullið nefnist sýning á smíðisgripum í Safnahúsinu.
Sýningin Baráttan um gullið, sem opnuð hefur verið í Safnahúsinu við Hverfisgötu, er samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Félags íslenskra gullsmiða þar sem 31 gullsmiður teflir fram nýrri smíði, innblásinni af listaverkum á sýningunni Viðnám sem …

Sýningin Baráttan um gullið, sem opnuð hefur verið í Safnahúsinu við Hverfisgötu, er samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Félags íslenskra gullsmiða þar sem 31 gullsmiður teflir fram nýrri smíði, innblásinni af listaverkum á sýningunni Viðnám sem er í Safnahúsinu.

Á sýningunni má einnig sjá myndverk og smíðisgripi eftir Finn Jónsson (1892-1993) og Jóhannes Jóhannesson (1921-1998), en báðir lærðu þeir gull- og silfursmíði áður en þeir lögðu myndlistina fyrir sig.

Sýningarstjórarnir, Vigdís Rún Jónsdóttir og Halla Bogadóttir, verða með leiðsögn um sýninguna í dag, laugardaginn 4. maí, kl. 14 og aftur laugardaginn 8. júní kl. 14.