Auðkúlukirkja
Auðkúlukirkja — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
AKRANESKIRKJA | Sumarhátíð sunnudagaskólans kl. 11. Rebbi heldur upp á afmælið sitt. Hoppukastali og grillaðar pylsur eftir sunnudagaskólann. AKUREYRARKIRKJA | Messa kl

AKRANESKIRKJA | Sumarhátíð sunnudagaskólans kl. 11. Rebbi heldur upp á afmælið sitt. Hoppukastali og grillaðar pylsur eftir sunnudagaskólann.

AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Jóhanna Gísladóttir. Jónína Björt, Guðrún Arngríms og Maja Eir syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Krisztina Kalló Szklenár. Kirkukórinn leiðir safnaðarsöng. Kaffi og meðlæti. Uppstigningardagur (Dagur eldri borgara 9. maí). Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kaffisamsæti Sorptimistaklúbbs Árbæjar eftir guðsþjónustu.

ÁSKIRKJA | Messa kl. 13. Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Árnesingakórinn syngur. Stjórnandi Hildigunnur Einarsdóttir. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Hressing að messu lokinni. Á uppstigningardag, 9. maí, kl. 13 verður sameiginleg guðsþjónusta fyrir Laugardalsprestakall í Áskirkju. Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Ekkó-kórinn syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Veglegt messukaffi í boði safnaðanna í Laugardalnum.

BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 13. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju leiða sálmasöng, Jónas Þórir spilar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum.

DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Sönghópurinn 12 í takt leiðir sönginn. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Sr. Alfreð Örn þjónar. Íþrótta- og sunnudagaskóli kl. 11 undir stjórn Ásdísar og Söru. Súpa eftir stundirnar.

DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Minnum líka á messuna á uppstigningardag kl. 11.

FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 17. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina.

FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa sunnudag 5. maí kl. 14. Sr. Hjörtur Magni og dr. Sigurvin Lárus prestar Fríkirkjunnar þjóna fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista.

GARÐAKIRKJA | Messa á vegum Kvennakirkjunnar kl. 20. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir prestur í Þorlákshöfn prédikar.

GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa Kristín Kristjánsdóttir djákni og Hulda Berglind Tamara. Undirleikari er Stefán Birkisson.

GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. C-sveit Skólahljómsveitar Austurbæjar mætir á svæðið og spilar þrjú tónverk fyrir söfnuðinn. Stjórnandinn Snorri Heimisson mun leiða sveitina. Þá verður drengur fermdur. Sr. Daníel Ágúst leiðir stundina ásamt Ástu Haraldsdóttur, kantor, félögum úr kirkjukór Grensáskirkju og messuþjónum.

GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta kl. 14 í hátíðarsal Grundar. Prestur er Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar í Reykjavík. Félagar úr Grundarkórnum leiða söng undir stjórn Kristínar Waage organista.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta 5. maí kl. 11. Sr. Leifur Ragnar Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Lovísa Guðmundsdóttir er kirkjuvörður.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Velkomin á Vorhátíð Hafnarfjarðarkirkju 5. maí kl. 11. Einar Aron sýnir töfrabrögð, Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur, hoppukastali, blöðrudýr, andlitsmálning, grillaðar pylsur, bátar á tjörninni, krítar o.fl.

HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Ragnheiður Bjarnadóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir sjá um barnastarfið

HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kordía, Kór Háteigskirkju, annast tónlistarflutning ásamt Erlu Rut Káradóttur, organista. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar verður haldinn í safnaðarheimilinu eftir messu.

HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta kl. 13. Karlakór Kópavogs leiðir sönginn. Sólveig Sigríður Einarsdóttir er organisti. Sr. Alfreð Örn þjónar. Kaffi og spjall eftir stundina. Barnakórinn æfir kl. 13. Sing-a-long með Gróu Hreins kl. 17.

HVERAGERÐISKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, Kirkjukór Hveragerðis - og Kotstrandarsókna leiðir sálmasöng og organisti er Miklós Dalmay.

KEFLAVÍKURKIRKJA | Vorhátíð 5. maí frá kl. 13-15. KFUM & KFUK ásamt leiðtogum sunnudagaskóla leiða stundina. Regnbogaraddir syngja. Bambalína drottning sem kann allt nema ... mætir á svæðið ásamt Kalla skósvein sínum. Andlitsmálning og glimmer. Ratleikur. Grillaðar pylsur og hoppukastali.

KVENNAKIRKJAN | Guðþjónusta verður í Garðakirkju á Álftanesi kl. 20. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir prédikar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng og Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á píanó undir sálmasöngnum. Messukaffi verður í Króki.

LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnduagaskóli kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar, félagar úr Fílharmóníunni syngja undir stjórn og undirleik Magnúsar Ragnarssonar organista. Sara Grímsdóttir söngkona leiðir sunnudagaskólann, en þetta er síðasti sunnudagaskóli misserisins. Léttur hádegisverður að messu lokinni í safnaðarheimilinu.

LAUGARNESKIRKJA | Messa- og sunnudagaskóli kl. 11 hinn 5. maí. Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Karlakórinn Esja syngur. Sunnudagaskólinn á sínum stað.

LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arna Grétarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Meðhjálpari: Andrea Gréta Axelsdóttir. Hressing í skrúðhúsi eftir guðsþjónustu.

NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Umsjón Kristrún og Ari. Kaffisopi eftir messu á Torginu.

SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, Siggi Már og Íþrótta-Arnar leiða stundina. Tómas Guðni spilar á píanóið. Guðsþjónusta kl. 13, sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir altari og félagar úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Barn verður borið til skírnar.

SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Jón Eiríksson konferensráð. Hrafn Sveinbjarnarson, sagnfræðingur, talar. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fyrrum Hólabiskup, þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Eygló Rúnarsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Sýning opnuð á verkum Selmu Kaldalóns á Veggnum-gallerí í lok guðsþjónustu. Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

VÍDALÍNSKIRKJA | Krílasálmamessa kl. 11. Messan er á forsendum yngstu barnanna í krílasálmastund. Áslaug Helga Hálfdánardóttir djákni og tónlistarkennari leiðir stundina með sr. Jónu Hrönn Bolladóttur. Jóhann Baldvinsson organisti og Kór Vídalínskirkju syngja barnasálma. Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10. Benedikt og Hjördís Rós leiða stundina. Messukaffi.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Plokkmessa kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Eftir stutta helgistund í kirkjunni fara allir út að plokka rusl í kringum kirkjuna. Að svo búnu verður boðið upp á plokkfisk í safnaðarheimilinu - eða úti ef veður leyfir.

YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson þjónar. Kór Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Rafns Hlíðkvist.Opið hús í Safnaðarheimili Njaðvíkurkirkju v/Njarðvíkurbraut á mánudögum kl. 11. Léttar veitingar kl. 11.30 og helgistund í lok stundar kl. 13.