Núna og næstu vikur er tími fíflablaðanna sem Sigga mælir með að líta á eins og hvert annað grænmeti og nota í salöt, súpur og allskonar rétti. Hér er uppskrift að pestói: 2 bollar græn fíflablöð ½ bolli basil (má sleppa) ½ bolli furuhnetur eða…

Núna og næstu vikur er tími fíflablaðanna sem Sigga mælir með að líta á eins og hvert annað grænmeti og nota í salöt, súpur og allskonar rétti. Hér er uppskrift að pestói:

2 bollar græn fíflablöð

½ bolli basil (má sleppa)

½ bolli furuhnetur eða aðrar hnetur

1-2 hvítlauksrif

1/3 bolli rifinn parmesanostur

1/3 bolli ólífuolía, eða jafnvel meira, smakka til

Smávegis af salti

Aðferð: Settu fíflablöð, basil, hnetur og hvítlauk saman í matvinnsluvél og láttu hana ganga í stutta stund þar til þetta fínsaxast. Þá bætirðu við rifna parmesanostinum og lætur vélina ganga í örlitla stund. Þá hellirðu ólífuolíunni þar til þér finnst þetta passlegt. Mundu að salta smá. Geymist í ca. viku í ísskáp.

Gómsæt uppskrift að fíflapestói

Nú er lag að tína fíflablöð

Sigga segir að núna og næstu vikur sé tími fíflablaðanna, en hún mælir með að líta á þau eins og hvert annað grænmeti og nota í salöt, súpur og allskonar rétti. Hér er uppskrift að pestói:

2 bollar græn fíflablöð

½ bolli basil (má sleppa)

½ bolli furuhnetur eða aðrar hnetur

1-2 hvítlauksrif

1/3 bolli rifinn parmesanostur

1/3 bolli ólífuolía, eða jafnvel meira, smakka til

Smávegis af salti

Aðferð: Settu fíflablöð, basil, hnetur og hvítlauk saman í matvinnsluvél og láttu hana ganga í stutta stund þar til þetta fínsaxast. Þá bætirðu rifna parmesanostinum við og lætur vélina ganga í örlitla stund. Síðan hellirðu ólífuolíunni þar til þér finnst þetta passlegt. Mundu að salta smá. Geymist í viku í ísskáp.