Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir
Stofnun sérstakrar framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkurbæjar var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Ætlunin er að nefndin fjalli um málefni bæjarins vegna jarðhræringanna þar í grennd og áhrif þeirra á byggð og samfélag

Stofnun sérstakrar framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkurbæjar var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Ætlunin er að nefndin fjalli um málefni bæjarins vegna jarðhræringanna þar í grennd og áhrif þeirra á byggð og samfélag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra sagði í samtali við mbl.is að miklu máli skipti að virða sjálfstjórnarrétt sveitarfélagsins. Frumvarpið var unnið með bæjarstjórninni sem óskaði eftir samstarfi um tilhögun og stjórnarfyrirkomulag verkefna vegna jarðhræringa í nágrenni Grindavíkur.