Hetjan Sianni Martin með boltann í gærkvöldi. Hún var hetja Aþenu og skoraði sigurkörfuna í blálokin í æsispennandi þriðja leik í Breiðholti.
Hetjan Sianni Martin með boltann í gærkvöldi. Hún var hetja Aþenu og skoraði sigurkörfuna í blálokin í æsispennandi þriðja leik í Breiðholti. — Morgunblaðið/Arnþór
Aþena er einum sigri frá því að komast upp í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í fyrsta skipti. Liðið vann nauman 80:78-heimasigur á Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi um sæti í deild þeirra bestu í Austurbergi í Breiðholti í gærkvöldi

Aþena er einum sigri frá því að komast upp í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í fyrsta skipti.

Liðið vann nauman 80:78-heimasigur á Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi um sæti í deild þeirra bestu í Austurbergi í Breiðholti í gærkvöldi.

Er staðan nú 2:1 og fer Aþena upp í úrvalsdeildina með sigri í Skagafirði á þriðjudaginn kemur. Tindastóll freistar þess að knýja fram oddaleik.

Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og var staðan í hálfleik 42:39, Aþenu í vil. Staðan var svo 78:78 þegar 25 sekúndur voru eftir. Sianni Martin skoraði þá sigurkörfu Aþenu, því Tindastóli tókst ekki að svara í sinni síðustu sókn.

Áðurnefnd Martin, hetja Aþenu, skoraði 26 stig fyrir sitt lið. Dzana Crnac gerði 19.

Ifunanya Okoro var stigahæst hjá Tindastóli með 25 stig. Andriana Kasapi gerði 23.