Sjávarútvegur Fullt var út úr dyrum á ársfundinum í Hörpu í gær.
Sjávarútvegur Fullt var út úr dyrum á ársfundinum í Hörpu í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í pallborðsumræðum á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem fram fór í gær í Silfurbergi í Hörpu undir yfirskriftinni „Best í heimi“, og tók þar undir með Sigurði Inga…

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í pallborðsumræðum á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem fram fór í gær í Silfurbergi í Hörpu undir yfirskriftinni „Best í heimi“, og tók þar undir með Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra, sem einnig var í pallborði, að grundvöllur að áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi væri að hafa ekki stöðugt hangandi yfir sér milli kjörtímabila og hverra kosninga í hvaða átt kerfið væri að fara. Fyrirsjáanleiki væri mikilvægur. „En ég held að fólk verði að vera raunsætt um hvað þarf til að þjóðin sé sátt við að það sé ekki farið í stórkostlegar breytingar og hvað þurfi að koma á móti, því það fæst ekki eitthvað fyrir ekki neitt,“ sagði Kristrún á fundinum.

Hún sagði að Samfylkingin hefði nýlega lagt fram hugmyndir fyrir næstu tvö kjörtímabil þar sem fókus er lagður á veiðigjöld í sjávarútvegi.

Hún sagði á fundinum að sér þætti dálítið naívt að segja að aðkoma hins opinbera hefði ekkert að gera með verðmætasköpun í greininni. „Greininni var lokað og það myndast ákveðin renta í henni […] en það þarf að ná sátt um hvernig henni er skipt með sanngjörnum hætti. Ég vil sjá að við komumst á þann stað að við tölum um þessa ákveðnu þætti, að við séum stolt af kerfinu og greininni og tökumst þá á um upphæðir frekar en nákvæmlega stórkostlegt kerfisuppbrot sem skapar þessa hræðslu í kerfinu.“

Stefna á tuttugu milljarða

Kristín sagði að skapa þyrfti forsendu fyrir að hægt væri að taka fjármagn út úr greininni og sagði að svigrúm væri til staðar til að greiða út meiri veiðigjöld. „Það hefur verið rætt um að auðlindarentan sé 50-60 milljarðar en það er enginn að fara að tala um 50 milljarða auðlindagjald á næsta kjörtímabili. En það er verið að tala um að við getum komist á tíu ára tímabili nær tuttugu milljörðum.“

Til samanburðar greiddu sjávarútvegsfyrirtæki alls 10,2 milljarða í veiðigjöld árið 2023.