Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir
Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir
Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir opnar sýninguna Breytur/Variables í SÍM gallery, Hafnarstræti 16, í dag kl. 16. Sýningin stendur til 20. maí og er opin alla daga frá 12-16 og laugardaga frá 13-17

Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir opnar sýninguna Breytur/Variables í SÍM gallery, Hafnarstræti 16, í dag kl. 16. Sýningin stendur til 20. maí og er opin alla daga frá 12-16 og laugardaga frá 13-17.

Um er að ræða fimmtu einkasýningu Önnu Álfheiðar en hún inniheldur tylft málverka sem unnin hafa verið á þessu ári. „Flest verkin eru unnin í þrívíðu formi, með akrýl á striga annars vegar og skornum striga hins vegar þar sem lögð er áhersla á að einstök smáatriði fái að njóta sín í gegnum upplifun áhorfandans. Auk þess eru önnur verk kynnt til leiks sem hafa annars konar efniskennd,“ segir í tilkynningu.

Anna Álfheiður (f. 1977) útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og MA-gráðu í listkennslu frá sama skóla árið 2020.