Norður ♠ D106 ♥ 7432 ♦ ÁDG ♣ Á108 Vestur ♠ K2 ♥ KDG98 ♦ K10 ♣ G972 Austur ♠ G854 ♥ Á1065 ♦ 832 ♣ 64 Suður ♠ Á973 ♥ – ♦ 97654 ♣ KD53 Suður spilar 5♦

Norður

♠ D106

♥ 7432

♦ ÁDG

♣ Á108

Vestur

♠ K2

♥ KDG98

♦ K10

♣ G972

Austur

♠ G854

♥ Á1065

♦ 832

♣ 64

Suður

♠ Á973

♥ –

♦ 97654

♣ KD53

Suður spilar 5♦.

Birkir Jón Jónsson lítur björtum augum á tilveruna. Hann var í suður og makker hans, Aðalsteinn Jörgensen, opnaði á 13-15 punkta Precision-grandi. Birkir spurði um háliti með 2♣ og vestur kom inn á 2♥. Aðalsteinn sagði pass til að neita fjórlit í spaða og austur passaði líka. Komið að Birki Jóni, sem fór í huganum yfir hina ýmsu möguleika: pass, dobl, 2♠, 2G og 3♦.

Engin sögn er góð – pass of dauft, dobl of hættulegt, 2♠ metnaðarlaust, 2G loðið og 3♦ yfirmelding. Þegar allt er vont ber að stefna að hámarksgróða og Birkir krafði í geim með 3♦. Aðalsteinn sagði 3♥, Birkir 4♣ og Aðalsteinn 5♦. Ellefu slagir með því að trompa þrjú hjörtu (öfugur blindur), svína í tígli og spila spaða á drottninguna.

Ekkert annað par Íslandsmótsins svo mikið sem lyktaði af 5♦, hvað þá meira.