Sveitamaðurinn vildi fá mannskapinn til að drepa í rettunum árið 1954.
Sveitamaðurinn vildi fá mannskapinn til að drepa í rettunum árið 1954.
af reykingum „Sveitamaður“ ritaði Velvakanda bréf í maíbyrjun 1954 og amaðist við ósið – reykingum. „Nú upp á síðkastið hefir mikið verið rætt og ritað um reykingar og skaðsemi þeirra

af reykingum

„Sveitamaður“ ritaði Velvakanda bréf í maíbyrjun 1954 og amaðist við ósið – reykingum.

„Nú upp á síðkastið hefir mikið verið rætt og ritað um reykingar og skaðsemi þeirra. Mig langar að leggja hér nokkur orð í belg. Frá mínum bæjardyrum séð er það einatt varasamt, að fólk reyki á vinnustöðum, því að oft er fyrir eldfimt efni, t.a.m. spænir og bréfarusl, sem lítill neisti gæti hæglega kveikt í. Svo að ég tali nú ekki um verkstæði, þar sem bifreiðar eru samfara bensíni og öðru bráðeldfimu efni. Þar eru eldspýtur og logandi vindlingar sannarlega vágestir. Oft er talið, að rafmagn valdi íkveikju, þegar eldsupptök eru ókunn. En gæti nú ekki stundum lítill vindlingsstubbur átt hér sök á?“

Einu sinni sem oftar, er sveitamaður þessi kom til bæjarins, kom hann í eldhús, þar sem verið var að matselda handa mörgum. „Fólk reykti þarna slyndrulaust, og sá ég, að aska hrundi úr vindlingum ofan í matinn. Að vísu var eftir að sjóða hann, en mér er rétt sama. Mér finnst, að algerlega ætti að banna fólki að reykja við vinnu.“