Hrönn Greipsdóttir
Hrönn Greipsdóttir
Hagnaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins nam á síðasta ári 126,5 milljónum króna, en sjóðurinn er sígrænn og þarf því að ná fram eignasölu til að skila hagnaði. Hagnaður ársins er að langmestu leyti kominn frá sölu á félaginu Pay Analytics, sem var…

Hagnaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins nam á síðasta ári 126,5 milljónum króna, en sjóðurinn er sígrænn og þarf því að ná fram eignasölu til að skila hagnaði. Hagnaður ársins er að langmestu leyti kominn frá sölu á félaginu Pay Analytics, sem var selt svissneska félaginu Beqom, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum.

„Með sígrænu fyrirkomulagi þarf Nýsköpunarsjóður líkt og sprotafyrirtæki að tryggja sér rekstrarfé til komandi mánaða sem og fjármagn til áframhaldandi fjárfestinga með sölu úr eignasafni sínu,“ segir Hrönn Greipsdóttir framkvæmdastjóri sjóðsins.