Grannaslagur Liðin í öðru og fjórða sæti Bestu deildar í fyrra mætast.
Grannaslagur Liðin í öðru og fjórða sæti Bestu deildar í fyrra mætast. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Stjarnan og Breiðablik mætast í stórleik 16-liða úrslitanna í bikarkeppni kvenna í fótbolta en dregið var til þeirra í gær. Bikarmeistarar Víkings heimsækja Aftureldingu, Tindastóll mætir Þór/KA í Norðurlandsslag á Sauðárkróki, FH mætir…

Stjarnan og Breiðablik mætast í stórleik 16-liða úrslitanna í bikarkeppni kvenna í fótbolta en dregið var til þeirra í gær. Bikarmeistarar Víkings heimsækja Aftureldingu, Tindastóll mætir Þór/KA í Norðurlandsslag á Sauðárkróki, FH mætir Austfjarðaliðinu FHL í Kaplakrika, Þróttur mætir Fylki í Laugardalnum, Grótta mætir Keflavík á Seltjarnarnesi, Grindavík mætir ÍA í Safamýri og Valur mætir Fram á Hlíðarenda. Leikirnir fara fram um hvítasunnuhelgina, dagana 18. og 19. maí.