Stefán Eiríksson
Stefán Eiríksson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þöggun Ríkisútvarpsins tekur á sig ýmsar myndir, líkt og Örn Arnarson fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins drepur á. Umfjöllun um milljarðagjafmildi borgarstjóra á eignum borgarbúa til olíufélaganna átti að þagga niður. Ingólfur Bjarni Sigfússon ritstjóri Kveiks hafi um það bil sagt Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur fréttakonu að „halda kjafti og vera sæt“. Að ekki sé minnst á ærandi þögn Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra.

Þöggun Ríkisútvarpsins tekur á sig ýmsar myndir, líkt og Örn Arnarson fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins drepur á. Umfjöllun um milljarðagjafmildi borgarstjóra á eignum borgarbúa til olíufélaganna átti að þagga niður. Ingólfur Bjarni Sigfússon ritstjóri Kveiks hafi um það bil sagt Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur fréttakonu að „halda kjafti og vera sæt“. Að ekki sé minnst á ærandi þögn Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra.

Örn veltir fyrir sér hvort málið eigi sér aðra fleti en kerfislæga kvenfyrirlitningu: „Skiptir það máli að Stefán Eiríksson útvarpsstjóri kom þangað úr ráðhúsinu, þar sem hann var borgarritari undir handarjaðri Dags B. Eggertssonar og á honum nokkra skuld að gjalda?

Eða að Ríkisútvarpið ohf. á Reykjavíkurborg það að þakka að hafa fengið [gefins!] byggingarrétt undir fjölbýlishús á lóð sinni, en það fasteignabrask bjargaði RÚV fjárhagslega um hríð? Eða að RÚV fær umtalsverðar leigutekjur frá borginni sem leigir hluta útvarpshússins í Efstaleiti? Nú eða að Einar Þorsteinsson borgarstjóri, sem vantar bæði fylgi og aura í borgarsjóð, er fyrrverandi samstarfsmaður Ingólfs Bjarna ritstjóra, Heiðars Arnar fréttastjóra og Stefáns útvarpsstjóra?“

Fjölmiðlarýnir kveðst ekki hafa forsendur til þess að svara því, en spurningarnar auka ekki trúverðugleika stofnunarinnar og stjóranna allra.