Hvítur á leik
Hvítur á leik
Staðan kom upp á Íslandsmótinu í skák í opnum flokki sem lauk fyrir skömmu en mótið fór fram í golfklúbbnum við Hlíðavöll í Mosfellsbæ. Mótið var styrkt af Mosfellsbæ, Arion banka og Guðmundi Arasyni hf

Staðan kom upp á Íslandsmótinu í skák í opnum flokki sem lauk fyrir skömmu en mótið fór fram í golfklúbbnum við Hlíðavöll í Mosfellsbæ. Mótið var styrkt af Mosfellsbæ, Arion banka og Guðmundi Arasyni hf. Sigurvegari mótsins, stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2.468), hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Hilmi Frey Heimissyni (2.361). 65. Hf5! svarti hrókurinn getur núna ekki vikið sér undan því að vera skipt upp og í kjölfarið mun fjarlægur frelsingi hvíts á a-línunni ráða úrslitum. Framhaldið varð eftirfarandi: 65. … Hxf5 66. gxf5+ Kxf5 67. a4 Ke5 68. Kc3 Kd5 69. Kb4! bxa4 70. bxa4 Kd4 71. a5 c5+ 72. Ka3 Kd5 73. Kb3 c4+ 74. Kc3 Kc5 75. a6 Kb6 76. Kxc4 Kxa6 77. Kd5 Kb7 78. Ke6 og svartur gafst upp. Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur hefst föstudaginn 10. maí nk. og lýkur tveimur dögum síðar, sjá skak.is.