Bruce Dickinson vill hafa loftið tært.
Bruce Dickinson vill hafa loftið tært. — AFP/Torben Christensen
Reiði Bruce Dickinson stökk upp á nef sér á tónleikum í Brasilíuborg á dögunum þegar óprúttnir gestir í salnum byrjuðu að reykja „undarlegar“ sígarettur. Okkar maður var þar staddur með sólóbandi sínu að túra nýju plötuna, The Mandrake Project, þegar ósköpin dundu yfir

Reiði Bruce Dickinson stökk upp á nef sér á tónleikum í Brasilíuborg á dögunum þegar óprúttnir gestir í salnum byrjuðu að reykja „undarlegar“ sígarettur. Okkar maður var þar staddur með sólóbandi sínu að túra nýju plötuna, The Mandrake Project, þegar ósköpin dundu yfir. Hann las mannskapnum pistilinn, kvaðst varla ná andanum og sama máli gegndi um Tönyu O’Callaghan bassaleikara og meira að segja eiginkona hans bæri sig aumlega í sviðsvængnum. Fyrst menn þyrftu nauðsynlega að reykja þá ættu þeir að gera það úti en salurinn tekur bara 2.000 manns. Engan mun þó hafa sakað, að sögn tónleikahaldara, sem rannsaka málið.