Samkoma Afmælisþing Góðvina Grunnavíkur-Jóns fer fram í Eddu.
Samkoma Afmælisþing Góðvina Grunnavíkur-Jóns fer fram í Eddu.
Þrjátíu ára afmælismálþing Góðvina Grunnavíkur-Jóns verður haldið í dag, 4. maí, kl. 13.30-16 í fyrirlestrasal Eddu, Arngrímsgötu 5, og verður þar fjallað um verkið Ritgerð um leiki eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík

Þrjátíu ára afmælismálþing Góðvina Grunnavíkur-Jóns verður haldið í dag, 4. maí, kl. 13.30-16 í fyrirlestrasal Eddu, Arngrímsgötu 5, og verður þar fjallað um verkið Ritgerð um leiki eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík.

Leikjaritgerðin er hluti af íslensk-latneskri orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (1705–1779) í handritinu AM 433 fol og er sögð óviðjafnanleg heimild um leiki barna og fullorðinna á 18. öld.

Á afmælisþinginu verður m.a. sagt frá útgáfunni og þýðingu textans úr latínu á íslensku, fjallað um sögu íslenskra leikja auk þess sem nokkrir piltar úr Gerplu munu sýna leiki úr leikjaritgerðinni, sem sumir eru aðeins á færi fimleikafólks.