Kennarinn: „Ari, svo ferð þú bara beinustu leið heim!“ Ari: „Ég geri það ekki! Ég þarf að beygja tvisvar.“ Síminn heima hringir og Lena litla svarar: „Já, ég segi honum það, en hvaða yfirmaður ert þú? Þessi leiðinlegi,…

Kennarinn: „Ari, svo ferð þú bara beinustu leið heim!“
Ari: „Ég geri það ekki! Ég þarf að beygja tvisvar.“

Síminn heima hringir og Lena litla svarar: „Já, ég segi honum það, en hvaða yfirmaður ert þú? Þessi leiðinlegi, þessi fúli eða þessi ruglaði?“

Felix er stöðvaður af lögreglunni þar sem hann hjólar í myrkrinu. „Luktin þín er ónýt, þú verður að stíga af hjólinu og reiða það.“
Felix svarar: „Ég reyndi það áðan en luktin fer samt ekki í gang!“

Jói handleggsbrotnaði og konan hans spurði lækninn áhyggjufull: „Læknir, segðu mér sannleikann! Mun Jói geta haldið áfram að vaska upp eftir matinn?“

„Mig langar að fara á bak á asna!“ er Elías búinn að suða stanslaust um í hálftíma. Loksins segir mamman við pabbann: „Æi, settu hann nú á
axlirnar á þér!“

Ferðalangur við starfsmann hótels: „Eigið þið laust herbergi?“
Starfsmaðurinn: „Nei, því miður.“
Ferðalangurinn: „En ef forsetinn kæmi?“
Starfsmaðurinn: „Já, að sjálfsögðu, hvenær
sem er!“
Ferðalangurinn: „Láttu mig þá hafa hans herbergi, hann kemur ekki í dag!“