Á fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem haldnir verða í Eldborg í dag kl. 14 flytur hljómsveitin hrífandi tónlist Stravinskíjs við Eldfuglinn, „eitt litríkasta hljómsveitarævintýri sem sögur fara af“, segir í tilkynningu

Á fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem haldnir verða í Eldborg í dag kl. 14 flytur hljómsveitin hrífandi tónlist Stravinskíjs við Eldfuglinn, „eitt litríkasta hljómsveitarævintýri sem sögur fara af“, segir í tilkynningu. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona er sögumaður á tónleikunum en myndum teiknarans Ara Yates verður varpað upp á stóra tjaldið í Eldborg. Hljómsveitarstjóri er Ross Jamie Collins. Skapandi grímugerð stendur til boða eftir tónleikana í Hörpuhorni en flautukór úr Tónlistarskóla Kópavogs leikur tónlist fyrir tónleikana.