Íslenska lyfjaþróunarfyrirtækið Axelyf hyggst hefja klínískar rannsóknir á nýju gigtarlyfi á fyrri hluta næsta árs. Lyfinu er meðal annars ætlað að draga úr bólgum en það verður unnið úr astaxanthíni sem framleitt er af Algalífi á Ásbrú

Íslenska lyfjaþróunarfyrirtækið Axelyf hyggst hefja klínískar rannsóknir á nýju gigtarlyfi á fyrri hluta næsta árs. Lyfinu er meðal annars ætlað að draga úr bólgum en það verður unnið úr astaxanthíni sem framleitt er af Algalífi á Ásbrú.

Örn Almarsson, einn stofnenda Axelyf, segir fyrirtækið komið með öflugan ráðgjafahóp. „Með okkur í samstarfi er meðal annars hollenski gigtarlæknirinn Ronald van Vollenhoven en hann er deildarforseti í gigtarlækningum við Amsterdam-háskóla. Síðan erum við með styrk frá Rannís til að rannsaka virkni sama astaxanthín-forlyfs á sóríasis,“ segir Örn.

Í fjármögnunarferli

„Við erum farin að halda, út frá virkni efnisins, að það gæti líka haft virkni á gigtarsjúkdóm sem tengist sóríasis, þannig að við erum að keyra þessi verkefni af krafti. Svo erum við í fjármögnunarferli af því að þetta kostar allt saman peninga,“ segir Örn. » 10