David Friedman
David Friedman
Bandaríski fjölfræðingurinn David Friedman, sonur hins heimskunna hagfræðings Miltons Friedmans, segir alltof mikið gert úr hugsanlegum áhrifum loftslagsbreytinga. „Því tel ég að hugmyndin um yfirvofandi hamfarir sem muni þurrka út siðmenninguna sé hreinlega þvættingur

Bandaríski fjölfræðingurinn David Friedman, sonur hins heimskunna hagfræðings Miltons Friedmans, segir alltof mikið gert úr hugsanlegum áhrifum loftslagsbreytinga.

„Því tel ég að hugmyndin um yfirvofandi hamfarir sem muni þurrka út siðmenninguna sé hreinlega þvættingur. Sú hugmynd að þeim fylgi veruleg útgjöld sem ættu að vera okkur áhyggjuefni er ekki þvættingur, en ég er ekki viss um að hún sé rétt. Sé málið skoðað vandlega er engin ástæða til að gefa sér að hlýnun sé slæm,“ segir Friedman, sem rökstyður mál sitt í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Friedman telur Mannréttindadómstól Evrópu á villigötum í nýlegum loftslagsdómi. Það sama sé að gerast í Strassborg og í Bandaríkjunum, að dómstólum sé beitt í pólitískum tilgangi. Jafnframt er rætt við hann um mikilsvert framlag gyðinga til vísinda og lista. » 14