Sammy Hagar hæstánægður með stjörnuna sína.
Sammy Hagar hæstánægður með stjörnuna sína. — AFP/Kevin Winter
Társ sást á hvarmi í vikunni þegar bandaríski rokksöngvarinn og -gítarleikarinn Sammy Hagar varð 2.779. maðurinn til að fá stjörnu með nafninu sínu á hinni frægu gangstétt Hollywood Walk Of Fame. Meðal viðstaddra voru eiginkona Hagars, Kari Karte,…

Társ sást á hvarmi í vikunni þegar bandaríski rokksöngvarinn og -gítarleikarinn Sammy Hagar varð 2.779. maðurinn til að fá stjörnu með nafninu sínu á hinni frægu gangstétt Hollywood Walk Of Fame. Meðal viðstaddra voru eiginkona Hagars, Kari Karte, og fjögur börn hans, auk félaga Hagars úr Van Halen, Michaels Anthonys. Meðal þeirra sem tóku til máls voru matgæðingurinn Guy Fiori og tónlistarmaðurinn John Mayer.

Ana Martinez, framkvæmdastjóri Hollywood Walk Of Fame, sagði að það væri samtökunum að baki framtakinu sönn ánægja að heiðra Hagar með þessum hætti fyrir framlag hans til rokksins í meira en 50 ár.

Hagar, sem orðinn er 76 ára, er hvergi af baki dottinn og í sumar hyggst hann túra ásamt téðum Anthony, Jason Bonham trommuleikara og Joe Satriani gítarleikara og leika perlur úr söngbók Van Halen.