Framboð Halla Hrund er nú í framboði til embættis forseta Íslands.
Framboð Halla Hrund er nú í framboði til embættis forseta Íslands. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Halla Hrund Logadóttir segir enga hagsmunaárekstra felast í því að hluti af hennar fremstu stuðningssveit séu einstaklingar sem tengist eða eigi fyrirtæki sem notið hafi greiðslna fyrir veitta þjónustu hjá Orkustofnun á síðustu misserum

Halla Hrund Logadóttir segir enga hagsmunaárekstra felast í því að hluti af hennar fremstu stuðningssveit séu einstaklingar sem tengist eða eigi fyrirtæki sem notið hafi greiðslna fyrir veitta þjónustu hjá Orkustofnun á síðustu misserum. Í Spursmálum er hún spurð út í þetta þar sem meðal annars er farið yfir ríflega sjö milljóna greiðslur til fyrirtækisins 99 ehf. Það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðsmálum og auglýsingagerð en eigandi þess er Óskar Örn Arnarson sem er í kosningaráði Höllu Hrundar. Samkvæmt úttekt mbl.is nema greiðslur til fyrrnefndra fyrirtækja, sem eiga tengsl við framboð Höllu, að minnsta kosti ríflega 30 milljónum á síðustu 16 mánuðum.

Áður hefur verið fjallað um það í Morgunblaðinu að Karen Kjartansdóttir, einn af eigendum ráðgjafarfyrirtækisins Langbrókar, hefur notið fastra greiðslna fyrir að sinna samskiptamálum Orkustofnunar. Nema greiðslur til hennar frá því í fyrravor tæpum 13 milljónum króna. Karen hélt áfram að sinna þessum störfum eftir að Halla Hrund hóf kosningabaráttu sína en Karen hefur verið virkur þátttakandi við undirbúning og framkvæmd hennar.