Myndlistarkonan Ólöf Erla er einna þekktust fyrir vinnu sína með leir.
Myndlistarkonan Ólöf Erla er einna þekktust fyrir vinnu sína með leir.
Yfirlitssýning á verkum Ólafar Erlu Bjarnadóttur verður opnuð í dag, laugardaginn 4. maí kl. 15, á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum. Sýningin er yfirgripsmikil og spannar 40 ára starfsferil listakonunnar, segir í tilkynningu

Yfirlitssýning á verkum Ólafar Erlu Bjarnadóttur verður opnuð í dag, laugardaginn 4. maí kl. 15, á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum. Sýningin er yfirgripsmikil og spannar 40 ára starfsferil listakonunnar, segir í tilkynningu.

„Ferill Ólafar Erlu hófst í byrjun níunda áratugarins en þá hafði hún lokið námi í keramiki við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Ferill hennar er mjög fjölbreyttur og lifandi og einkennist af leit og rannsóknum á möguleikum efnisins og mörkum þess. Hún hefur verið í samstarfi við hönnuði og myndlistarmenn þar sem leir kemur við sögu. Í samstarfi við vísindamenn og hönnuði hefur hún einnig stundað rannsóknir á íslenskum leir og jarðefnum og möguleikum þeirra til listsköpunar og framleiðslu.“

Samhliða sýningunni er gefin út bók um feril listakonunnar en hún er sögð gefa góða innsýn í tíðaranda, þróun og tækni. Sýningarstjóri og ritstjóri bókarinnar er hönnuðurinn Brynhildur Pálsdóttir.

Sýningin stendur til 25. maí.