Halldór Gunnar Pálsson og Sverrir Bergmann gáfu út plötuna Varmilækur fyrr á árinu en nafnið kemur frá bóndabæ móður Halldórs í Skagafirði. Þeir vönduðu sig svo mikið við plötuna að gerð hennar tók þrjú ár

Halldór Gunnar Pálsson og Sverrir Bergmann gáfu út plötuna Varmilækur fyrr á árinu en nafnið kemur frá bóndabæ móður Halldórs í Skagafirði. Þeir vönduðu sig svo mikið við plötuna að gerð hennar tók þrjú ár. „Við ákváðum að gera svona kósíplötu. Við byrjuðum á henni í skúrnum heima og það var erfitt að velja lögin,“ segir Sverrir. „Hann fór að eignast börn og vildi gera hugljúfa plötu. Sverrir vildi gera svefnplötu en mig langaði að gera plötu sem fullorðnir gætu hlustað á líka, svo við ákváðum að blanda þessu saman og gera bæði. Þetta er svona vögguvísnaplata í felulitum,“ bætir Halldór við. Lög plötunnar eru þekkt að þeirra sögn og koma ýmis þekkt hugtök úr íslenskum popplögum til sögunnar eins og ævintýri, álfar, englar, vinátta og ástin. Lestu meira á K100.is.