Friðrik Ómar Hjörleifsson
Friðrik Ómar Hjörleifsson
Söngv­ar­inn Friðrik Ómar Hjör­leifs­son verður stiga­kynn­ir Íslands á úr­slita­kvöldi Eurovisi­on-söngv­akeppn­inn­ar sem fram fer næstkomandi laug­ar­dags­kvöld. Mun hann kynna stig íslensku dómnefndarinnar

Söngv­ar­inn Friðrik Ómar Hjör­leifs­son verður stiga­kynn­ir Íslands á úr­slita­kvöldi Eurovisi­on-söngv­akeppn­inn­ar sem fram fer næstkomandi laug­ar­dags­kvöld. Mun hann kynna stig íslensku dómnefndarinnar.

Friðrik Ómar þekk­ir Eurovisi­on vel en hann flutti fram­lag Íslands í keppn­inni 2008, með söng­kon­unni Regínu Ósk, en sam­an kölluðu þau sig Eurobandið. Lagið This is my life komst þá áfram úr undanúr­slit­un­um og endaði í 14. sæt­inu á úr­slita­kvöld­inu.