Magnús Halldórsson segir á Boðnarmiði að drjúg séu morgunverkin: Ormatínslan er á fullu, ofurhægt þó jörðin grær. Sprækir líka spóar ullu, spangólaði hundur fjær. Ekki er það gott! Guðjón Jóhannesson yrkir: Göt þó séu á guðstrú minni er góð mín sál og hjartahlý

Magnús Halldórsson segir á Boðnarmiði að drjúg séu morgunverkin:

Ormatínslan er á fullu,

ofurhægt þó jörðin grær.

Sprækir líka spóar ullu,

spangólaði hundur fjær.

Ekki er það gott! Guðjón Jóhannesson yrkir:

Göt þó séu á guðstrú minni

er góð mín sál og hjartahlý.

Að mér gæti í orðræðunni

engu til hins verra sný.

En mildur þó sé yst og inni

ókjör þessi við ég bý

að nú er álft í nýræktinni!

Ég neyðist til að bölva því.

Limran Skortur eftir Hallmund Guðmundsson:

Þó drykki ég býsn úr skrítnum skrínum

og skálað' mikið í rauðum vínum.

- Þá af mér dró,

því ekki fékk nóg

- af A-B-C-D-vítamínum.

Friðrik Steingrímsson yrkir:

Trump víst fáum gefur grið

glennir sig við dómsvaldið,

kyndugt væri'ef kjaftbrúkið

kæm'onum í tugthúsið.

Hannes Sigurðsson yrkir um kínversk alþýðufræði í limrískum búningi:

það mælti Maó Zedong

við meistara Ho Xi Jong:

„Vatnið er blautt

og blóðið er rautt,

en bregðist það; something is wrong“

Lunda-limra

Grímhildur glöð í lund

gekk inn í skógarlund

þá komið var kveld

hún kveikti þar eld

og grillaði grísalund

Halldór Halldórsson segir frá því að karlinn á holtinu í Hafnarfirði lítur yfir farinn veg og man eftir þegar hann hélt sig geta stytt sér leið í gegnum vandamál lífsins!

Þótt gangi beint á gleðistað,

gegnum ævispilið;

fæ ég aðeins fyrir það,

flest sem átti skilið!

og hvetja þig til dáða.¶Ég leiðbeini hvert líta skal,¶lausn þá muntu finna.¶Úrlausn mála er þitt val,¶athugana þinna.¶Philip Vogler Egilsstöðum yrkir á Héraði síðasta apríldag:¶Þornar víða, lóa á létt að lifa í móa.¶Pöddur skríða, grösin gróa.¶Geðgóð bíðum eftir spóa.¶Jóhann frá Flögu segir frá: Um oflátung nokkurn, kynjaðan úr Þingeyjarþingi, orti Baldur Eiríksson frá Dvergstöðum í Eyjafirði, starfsmaður í KEA:¶Oft með pyngju fer hann flott,¶fljóðin syngur kringum,¶er með hringað uppbrett skott¶arf frá Þingeyingum.¶Vísa þessi mun vera um vinnubrögðin á Melum í Hrútafirði, en þar var búskapur mikill:¶Mikið gengur Melum á,¶margir lúa hrinda:¶tíu að raka, tólf að slá,¶tuttugu hey að binda.¶Öfugmælavísan:

Gott er að taka grös í mó

með garmvettlingi loðnum,

einnig leggja línu í sjó,

laxi beita soðnum.