Múte B. Egede
Múte B. Egede
Múte B. Egede, formaður grænlensku landstjórnarinnar, mun ekki taka þátt í væntanlegum fundum Norðurlandaráðs og norræna ráðherraráðsins. Þetta tilkynnti hann í opnu bréfi á heimasíðu landstjórnarinnar

Múte B. Egede, formaður grænlensku landstjórnarinnar, mun ekki taka þátt í væntanlegum fundum Norðurlandaráðs og norræna ráðherraráðsins. Þetta tilkynnti hann í opnu bréfi á heimasíðu landstjórnarinnar.

Ástæðan er sú að hvorki honum, lögmanni Færeyja né landstjóra Álandseyja hefur verið boðið á fund forsætisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna, sem haldinn verður í Stokkhólmi á mánudag.

Segir Egede að túlka verði þetta þannig að Norðurlandaráð vilji ekki fallast á að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fái fulla aðild að ráðinu. Óviðunandi sé að þessu samstarfi sé skipt í A- og B-deild og í því ljósi hafi hann ákveðið að slá frekara stjórnmálasamstarfi innan ráðsins á frest.