Eldi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kynnti lagareldisfrumvarpið í gær.
Eldi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kynnti lagareldisfrumvarpið í gær. — Morgunblaðið/Arnþór
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra sagði við kynningu á lagareldisfrumvarpinu í gær að áætlað væri að gjaldtaka af eldinu ætti að skila ríkissjóði fimm milljörðum króna á ári. Benti hún á að gjaldtaka hefði ekki verið tekin upp í Noregi og…

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra sagði við kynningu á lagareldisfrumvarpinu í gær að áætlað væri að gjaldtaka af eldinu ætti að skila ríkissjóði fimm milljörðum króna á ári. Benti hún á að gjaldtaka hefði ekki verið tekin upp í Noregi og Færeyjum fyrr en eldi hafði verið stundað þar í áratugi. „Ég tel það gott að við séum að stíga þarna snemma inn í og fá gjald fyrir afnot af fjörðunum okkar.“

Leo A. Grünfeld, meðeigandi ráðgjafarfyrirtækisins Menon Economics, og Oddbjørn Grønvik, yfirhagfræðingur fyrirtækisins, benda hins vegar á að nýja fyrirkomulagið sé varhugavert þar sem það taki ekki nægilegt tillit til afkomu greinarinnar og geti þannig hamlað vexti og þar með framtíðartekjum samfélagsins af starfseminni. » 36