Tónn Friðrik Vignir Stefánsson stjórnar kórnum.
Tónn Friðrik Vignir Stefánsson stjórnar kórnum.
Kammerkór Seltjarnarneskirkju heldur sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 12. maí kl. 16. Kórstjóri er Friðrik Vignir Stefánsson organisti kirkjunnar. „Þema tónleikanna er að þessu sinni kórlög frá öllum Norðurlöndunum

Kammerkór Seltjarnarneskirkju heldur sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 12. maí kl. 16. Kórstjóri er Friðrik Vignir Stefánsson organisti kirkjunnar. „Þema tónleikanna er að þessu sinni kórlög frá öllum Norðurlöndunum. Sungið verður á tungumáli hvers lands, meðal annars á grænlensku, færeysku og samísku. Um er að ræða bæði þjóðlög og nýrri kórlög. Sum þeirra eru frumflutt í fyrsta sinn á Íslandi,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Kammerkór Seltjarnarneskirkju hafi verið stofnaður 1994 og fagni því 30 ára afmæli í ár.