Marseille Franska íþróttakonan Nantenin Keita með eldinn í gær.
Marseille Franska íþróttakonan Nantenin Keita með eldinn í gær. — AFP/Christophe Simon
Ólympíueldurinn kom í höfn í Marseille í Frakklandi í gær, þaðan sem verður hlaupið með hann í 68 daga áður en eldurinn verður tendraður á upphafsdegi Ólympíuleikanna í París 26. júlí. Eldurinn var tendraður í Ólympíu í Grikklandi 16

Ólympíueldurinn kom í höfn í Marseille í Frakklandi í gær, þaðan sem verður hlaupið með hann í 68 daga áður en eldurinn verður tendraður á upphafsdegi Ólympíuleikanna í París 26. júlí. Eldurinn var tendraður í Ólympíu í Grikklandi 16. apríl síðastliðinn og hlaupið með hann víðs vegar um Grikkland í ellefu daga áður en eldurinn endaði í Aþenu. Þaðan barst eldurinn með hinu forna skipi Belem sem ferðaðist til Marseille.