Tónlistarkonan Dagmar Øder gaf nýverið út sitt fyrsta lag til heiðurs pabba sínum sem lést úr krabbameini árið 2015. Hún sagði skrifin hjálpa sér með erfiðar tilfinningar í viðtali í morgunþættinum Ísland vaknar

Tónlistarkonan Dagmar Øder gaf nýverið út sitt fyrsta lag til heiðurs pabba sínum sem lést úr krabbameini árið 2015. Hún sagði skrifin hjálpa sér með erfiðar tilfinningar í viðtali í morgunþættinum Ísland vaknar. „Lagið er svona kántríkrútt. Pabbi var æðislegur og við vorum mikið tengd. Hann var mikill hestamaður. Hann og móðir mín stofnuðu fyrirtækið Góðhestar ehf. sem sneri að ræktun og sölu íslenskra hrossa. Hann ferðaðist víða um heim til að kenna á íslenska hestinn og snerti mörg hjörtu,“ segir Dagmar. Lestu meira á K100.is.