Björn Steinar Sólbergsson
Björn Steinar Sólbergsson
L'Ascension eða Uppstigningin eftir Olivier Messiaen verður flutt í dag, uppstigningardag, kl. 11 í Hallgrímskirkju. Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju leikur en prestur verður sr

L'Ascension eða Uppstigningin eftir Olivier Messiaen verður flutt í dag, uppstigningardag, kl. 11 í Hallgrímskirkju. Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju leikur en prestur verður sr. Eiríkur Jóhannsson.

„L'Ascension eða Uppstigningin eru fjórar hugleiðingar yfir texta uppstigningardags og er eitt af mögnuðustu orgelverkum 20. aldarinnar. Verkið var upphaflega samið fyrir sinfóníuhljómsveit á árunum 1931-32. Tveimur árum síðar umritaði Messian verkið fyrir orgel þar sem hann endursamdi þriðja kaflann yfir í krassandi tokkötu,“ segir í tilkynningu.

„Á þessum tíma vann tónskáldið að hönnun á sinni eigin hljómfræði og skapaði þannig nýjan persónulegan hljóðheim, auk þess að leita í fjölbreytta rytma úr trúartónlist hindúa.“ Aðgangur er ókeypis.