Efstir Manchester United er á toppnum þó illa gangi innan vallar.
Efstir Manchester United er á toppnum þó illa gangi innan vallar. — AFP/Oli Scarff
Enska félagið Manchester United er verðmætasta knattspyrnufélag heims, samkvæmt samantekt upplýsingaveitunnar Sportico sem hefur reiknað út verðgildi allra helstu félaganna. Samkvæmt því er United 6,2 milljarða dollara virði, eða um 846 milljarða íslenskra króna

Enska félagið Manchester United er verðmætasta knattspyrnufélag heims, samkvæmt samantekt upplýsingaveitunnar Sportico sem hefur reiknað út verðgildi allra helstu félaganna. Samkvæmt því er United 6,2 milljarða dollara virði, eða um 846 milljarða íslenskra króna. Næsta félag er Real Madrid með 6,06 milljarða dollara en þar á eftir koma Barcelona (5,28), Liverpool (5,11) og Bayern München (4,8). England á níu félög meðal 50 verðmætustu.