Gjaldþrot Salan á Skeljungi var umdeild á sínum tíma. Héraðssaksóknari rannsakaði málið í tæpan áratug en felldi rannsókn niður í lok síðasta árs.
Gjaldþrot Salan á Skeljungi var umdeild á sínum tíma. Héraðssaksóknari rannsakaði málið í tæpan áratug en felldi rannsókn niður í lok síðasta árs. — Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Skiptum er lokið á Skel investments ehf. en auglýsing þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu nýlega. Félagið var úrskurðað gjaldþrota fyrir tíu árum eða í apríl 2014. Eigandi félagsins var AB 190 ehf., sem einnig varð gjaldþrota, en skiptum á því félagi lauk í ágúst 2014

Skiptum er lokið á Skel investments ehf. en auglýsing þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu nýlega. Félagið var úrskurðað gjaldþrota fyrir tíu árum eða í apríl 2014. Eigandi félagsins var AB 190 ehf., sem einnig varð gjaldþrota, en skiptum á því félagi lauk í ágúst 2014.

Bæði félögin voru í eigu Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar. Í gegnum félögin keyptu þau 51% hlut í Skeljungi af dótturfélagi Íslandsbanka árið 2008 og það sem eftir stóð árið 2010. Þau seldu Skeljung með 2,5 milljarða króna hagnaði árið 2013.

Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins fyrir árið 2012 kemur fram að tap félagsins hafi numið rúmlega 1,2 milljörðum króna og segir skiptastjóri að lýstar kröfur í búið hafi numið þeirri fjárhæð.

Spurður hvers vegna það tók áratug að ljúka skiptunum sagðist hann ekki geta tjáð sig um það, þar sem eingöngu kröfuhafar ættu rétt á slíkum upplýsingum. Sem kunnugt er rannsakaði héraðssaksóknari viðskiptin og skömmu fyrir jól greindi mbl frá þeirri ákvörðun embættisins að fella málið niður.
arir@mbl.is