— AFP/Natalia Kolesnikova
Íbúar Moskvuborgar sjást hér virða fyrir sér vestræn hergögn og bryndreka sem Rússaher hefur komið höndum yfir í hernaði sínum í Úkraínu, en þeim var stillt upp til sýnis í tilefni af árlegri sigurhátíð Rússa sem haldin er í dag

Íbúar Moskvuborgar sjást hér virða fyrir sér vestræn hergögn og bryndreka sem Rússaher hefur komið höndum yfir í hernaði sínum í Úkraínu, en þeim var stillt upp til sýnis í tilefni af árlegri sigurhátíð Rússa sem haldin er í dag. Verður m.a. efnt til hersýningar á Rauða torginu.

Rússnesk stjórnvöld hafa lagt aukinn þunga í sóknaraðgerðir sínar í austurhluta Úkraínu og hafa vestrænir hernaðarsérfræðingar sagt það hugsað til þess að Pútín Rússlandsforseti geti flutt Rússum „góðar fregnir“ af gangi Úkraínustríðsins.

Þá skutu Rússar um 60 eldflaugum og rúmlega 20 sjálfseyðingardrónum á Úkraínu í fyrrinótt, og beindust árásirnar að orkuinnviðum landsins. Neyddust Úkraínumenn í gær til að hefja skömmtun á raforku vegna árásanna.