Caravaggio Ecce Homo sýnir Jesú með þyrnikórónu.
Caravaggio Ecce Homo sýnir Jesú með þyrnikórónu.
Málverkið „Ecce Homo“ eftir ítalska 17. aldar-meistarann Caravaggio, sem hafði fyrir nokkrum árum verið ranglega eignað öðrum málara og næstum selt á uppboði, verður til sýnis á Prado-safninu í Madríd

Málverkið „Ecce Homo“ eftir ítalska 17. aldar-meistarann Caravaggio, sem hafði fyrir nokkrum árum verið ranglega eignað öðrum málara og næstum selt á uppboði, verður til sýnis á Prado-safninu í Madríd. Í frétt AFP segir að olíumálverkið, sem er af Jesú skömmu fyrir krossfestinguna, hafi fyrir mistök verið eignað lítt þekktum listamanni úr kreðsu hins spænska Joses de Riberas sem var uppi á 17. öld. Uppboð á verkinu hafði verið fyrirhugað í Madríd apríl 2021 og var byrjunarverðið 1.500 evrur eða um 225 þúsund íslenskar krónur. Menningarmálaráðherrann þar í landi stöðvaði hins vegar uppboðið nokkrum klukkutímum áður en það átti að hefjast vegna gruns um að um væri að ræða verk eftir Caravaggio.