Norður ♠ KD8 ♥ 107642 ♦ KD95 ♣ D Vestur ♠ ÁG63 ♥ ÁD ♦ 862 ♣ ÁG84 Austur ♠ 9754 ♥ K85 ♦ 4 ♣ 76532 Suður ♠ 102 ♥ G93 ♦ ÁG1073 ♣ K109 Suður spilar 3♦

Norður

♠ KD8

♥ 107642

♦ KD95

♣ D

Vestur

♠ ÁG63

♥ ÁD

♦ 862

♣ ÁG84

Austur

♠ 9754

♥ K85

♦ 4

♣ 76532

Suður

♠ 102

♥ G93

♦ ÁG1073

♣ K109

Suður spilar 3♦.

„Tólf punktar eru tólf punktar,“ hugsuðu keppendur Íslandsmótsins í norður og opnuðu galvaskir á 1♥. Suður sagði 2♥ og vestur doblaði. Þannig hófust sagnir víða í lokaumferð tólf-sveita úrslitanna.

Hvort sem austur sagði 2♠ eða 3♣ hélt suður baráttunni áfram og sagnir enduðu yfirleitt í 3♥, einn til tvo niður. Nema á einu borði. Þar sagði suður 3♦ og var skilinn eftir á þeim stað.

Vestur (Guðmundur Snorrason) kom út með spaða og austur (Sveinn Rúnar Eiríksson) lét níuna undir. Varla frávísun, horfandi á hjónin í borði, þannig að nían hafði á sér nokkurt yfirbragð hliðarkalls. Þegar Guðmundur tók næsta slag á laufás setti Sveinn sjöuna (hæsta spilið) til að ítreka fyrra kall í hjarta! Þá vissi Guðmundur hvað nauðsynlegt var að gera. Hann spilaði hjartaás og drottningu, sem Sveinn yfirdrap og gaf Guðmundi stungu! Einn niður.