Gammur er m.a. frár hestur og að láta gamminn geisa þýðir bókstaflega að ríða hratt en annars að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín í frásögn

Gammur er m.a. frár hestur og að láta gamminn geisa þýðir bókstaflega að ríða hratt en annars að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín í frásögn. Gammurinn er látinn geisa með ei-i því það merkir að æða, ólmast, þeysast, þótt geysa eða geysast merki að þjóta áfram, þeysa. En miklu varðar að láta hann ekki „gjósa“.