Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
„Það voru að berast fréttir af því að forsætisráðherra Grænlands hefði dregið landið út úr norrænu samstarfi. Það er ekki alveg svo að þeir hafi dregið sig út úr Norðurlandaráði, en þeir eru með það til skoðunar,“ segir Bryndís…

„Það voru að berast fréttir af því að forsætisráðherra Grænlands hefði dregið landið út úr norrænu samstarfi. Það er ekki alveg svo að þeir hafi dregið sig út úr Norðurlandaráði, en þeir eru með það til skoðunar,“ segir Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs í samtali við Morgunblaðið.

Viðbragða hennar var leitað við þeim tíðindum að Mute B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, ætlaði ekki að mæta á fund Norðurlandaráðs í Reykjavík í haust, þar sem honum væri ekki boðið á fund forsætisráðherra aðildarríkjanna í Svíþjóð í sumar.

„Það yrði slæmt ef þetta yrði raunin, því Grænland er mikilvægur samstarfsaðili á vettvangi Norðurlandaráðs og ekki síst í norðurslóðamálum sem við höfum sett á oddinn í okkar formennskutíð í Norðurlandaráði,“ segir hún.