Nýliði Einar Bragi Aðalsteinsson lék gegn Eistlandi í gærkvöld.
Nýliði Einar Bragi Aðalsteinsson lék gegn Eistlandi í gærkvöld. — Morgunblaðið/Eggert
Einar Bragi Aðalsteinsson úr FH lék í gærkvöld sinn fyrsta A-landsleik í handknattleik þegar Ísland mætti Eistlandi í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM 2025. Einar hefur verið í stóru hlutverki hjá FH en hann skoraði 85 mörk í 21 leik í…

Einar Bragi Aðalsteinsson úr FH lék í gærkvöld sinn fyrsta A-landsleik í handknattleik þegar Ísland mætti Eistlandi í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM 2025. Einar hefur verið í stóru hlutverki hjá FH en hann skoraði 85 mörk í 21 leik í úrvalsdeildinni, næstflest leikmanna FH, og er kominn með 27 mörk í 7 leikjum í úrslitakeppninni. Leikurinn í Laugardalshöllinni hófst eftir að Morgunblaðið fór í prentun og allt um hann má lesa á mbl.is/sport/handbolti.